

Sveipaðar dularfullum ljóma, dísir tvær
draga mig inn í annan heim
djúpblá augu þeirra mér sýnast ógnandi
eitthvaðer þó töfrandi í þeim
Flæða litir, tákna þeir maske tímann
Trúlega má einnig greina ferðalag
Fugl svífur afturábak út úr þessari mynd
,,Ágætis byrjun” á vel við þennan dag
Galdurinn er þó aldurinn – örlagavaldurinn?
Góðlát og hlý gegn grimmri og kaldri
En hvert fer tjaldurinn og hvar er faldurinn
Greina má hið góða á staðsetningu og aldri
Örlagagyðjur í dulúð ljóma tvær
Draga þig inn í annan heim
Djúpblá augun eru þér ógnandi
Fylgdu hjartanu og þar með annarri af þeim
draga mig inn í annan heim
djúpblá augu þeirra mér sýnast ógnandi
eitthvaðer þó töfrandi í þeim
Flæða litir, tákna þeir maske tímann
Trúlega má einnig greina ferðalag
Fugl svífur afturábak út úr þessari mynd
,,Ágætis byrjun” á vel við þennan dag
Galdurinn er þó aldurinn – örlagavaldurinn?
Góðlát og hlý gegn grimmri og kaldri
En hvert fer tjaldurinn og hvar er faldurinn
Greina má hið góða á staðsetningu og aldri
Örlagagyðjur í dulúð ljóma tvær
Draga þig inn í annan heim
Djúpblá augun eru þér ógnandi
Fylgdu hjartanu og þar með annarri af þeim