Nútímahetjur VI
Ég ólst upp með fertugragrínurum
sem sögðu sín á milli brandara
um eigin þyngd og hlógu á innsoginu.
Ég skildi ekki brandarana
en ég fékk þó að vera með
-ólíkt í mínum aldurshóp.
Ég náði aldrei sambandi við jafnaldra mína,
því þegar ég sagði við þá
jah það má alltaf á sig blómum bæta
og greip um magann og hristi hann
eða greip kökubita og sagði
má maður við þessu ohohohoho
litu hinir krakkarnir á mig
eins og á helstirni ofan í klósettskál
og buðu mér aldrei í partí aftur
því ég hljómaði eins og foreldrar þeirra
og í dag, þegar ég ligg á eldhúsgólfinu
fertugur
og naga teppið sem vinkona mömmu
gaf mér í afmælisgjöf
hugsa ég með mér:
fáið ykkur meira, það er nóg til!
annars verður bogi minn að narta í
þetta alla næstu viku
og hann má nú ekki við því!
og svo hlæ ég á innsoginu
sem sögðu sín á milli brandara
um eigin þyngd og hlógu á innsoginu.
Ég skildi ekki brandarana
en ég fékk þó að vera með
-ólíkt í mínum aldurshóp.
Ég náði aldrei sambandi við jafnaldra mína,
því þegar ég sagði við þá
jah það má alltaf á sig blómum bæta
og greip um magann og hristi hann
eða greip kökubita og sagði
má maður við þessu ohohohoho
litu hinir krakkarnir á mig
eins og á helstirni ofan í klósettskál
og buðu mér aldrei í partí aftur
því ég hljómaði eins og foreldrar þeirra
og í dag, þegar ég ligg á eldhúsgólfinu
fertugur
og naga teppið sem vinkona mömmu
gaf mér í afmælisgjöf
hugsa ég með mér:
fáið ykkur meira, það er nóg til!
annars verður bogi minn að narta í
þetta alla næstu viku
og hann má nú ekki við því!
og svo hlæ ég á innsoginu