Betlarinn
Hann er skítugur, saurugur, sorglegur.
Hann er ljótur, leiðinlegur, lygalaupur.
Hann er stoltur stór og sterkur.
Hann biður um pening og hlær að fólkinu með bindin.
Hann er flottari en þau, betri og klárari...betlari.
Hann hlær hátt, hótar lífláti og hlær.
Brosið eru ekki vængir svansins, brosið eru vængir snjótittlingsins sem svífur ekki heldur flögrar um, óöruggur, aumur og lítill.
Í glaðværu augunum er dögg...sem kemst ekki út, hann kreppir hnefana og vill ekki rigningu.
Innst inni sér hann eftir öllu og vill vera eins og þau, með bindi og skjalatösku,konu og börn. Hann vill stækka og breytast í svan en hann getur það ekki...flaskan kallar!
Þess vegna þykist hann vera stoltur, stór og sterkur, hlær og hótar lífláti en hann getur það ekki..hann er ekki svanur bara lítill aumkunarverður snjótittlingur.
Hann er ljótur, leiðinlegur, lygalaupur.
Hann er stoltur stór og sterkur.
Hann biður um pening og hlær að fólkinu með bindin.
Hann er flottari en þau, betri og klárari...betlari.
Hann hlær hátt, hótar lífláti og hlær.
Brosið eru ekki vængir svansins, brosið eru vængir snjótittlingsins sem svífur ekki heldur flögrar um, óöruggur, aumur og lítill.
Í glaðværu augunum er dögg...sem kemst ekki út, hann kreppir hnefana og vill ekki rigningu.
Innst inni sér hann eftir öllu og vill vera eins og þau, með bindi og skjalatösku,konu og börn. Hann vill stækka og breytast í svan en hann getur það ekki...flaskan kallar!
Þess vegna þykist hann vera stoltur, stór og sterkur, hlær og hótar lífláti en hann getur það ekki..hann er ekki svanur bara lítill aumkunarverður snjótittlingur.
Þetta ljóð samdi ég í undergrondinu í London, þegar hrokafullur betlari settist í lestina og allir fjarlægðust hann, en hann bara hló.