Hugsunnaleysi hins hugsandi manns
Í kvið mínum liggur lítil vera og sparkar í innyfli mín,
það er kvöl hugsannaleysis hins hugsandi manns að skapa líf sem enginn á.
Að taka þessa sál og brenna hana á báli er böl mín,
og bölina tek ég með mér í gröfina.
Hungrið sem ég finn er hennar
og hún étur mig.
Ég vildi að hún hefði farið annað en til mín,
ég á ekkert handa mér
og ekkert handa holdinu innan við.
Hví valdirðu mig?

Vera, vilt vera svo væn að gleyma þessu máli
og biðja um að fara aftur heim.
Hér er enginn handa þér að elska
og ást mín er farin.
Faðir þinn er nafnlaus
og hann skapaði móður þinni nafnleysi með gjörðum sínum.
Kveddu hjúp þinn og ókunnugan heim.
Guð mun geyma okkur báðar í örmum sínum.

 
Serin
1987 - ...


Ljóð eftir Serin

Hugsunnaleysi hins hugsandi manns
Rauðhetta, skógamaðurinn og herbegið sem snérist
Friðarsinnin, hin valdagráðuga og sú sem ver landsvæði sitt.