Rauðhetta, skógamaðurinn og herbegið sem snérist
Ég ligg og læt mig dreyma um brosið
Ég stari inn í glas og horfi á vatnið stara til baka með augum mínum
Hvernig ég komst hingað hef ég ekki hugmynd um
Tréin gripu í mig í drauminnum og þú varst þar
Stundum stend ég upp og snýst í hringi
Kjólinn minn er rifinn og andlitið rautt af blóði
Mikið er allt hringsnúið og herbegið snýst
Ég finn hvernig andinn um mig læsist
Lásinn lokast, ertu kominn eða ertu bara spegilmynd í vatnsgalsinu mínu
Herbegið mitt snýst og myndir renna saman, allt rennur saman
Andlitið verður að klessu í augum annara og hárið svartur skuggi
Afhverju snýst ég svona og finn hvergi frið, er ég ekki í lagi eins og þið hinn
Ég bý í herbegi sem snýst, þú villt ekkert snúast með mér
En hopar í kringum sjálfan þig
Greiddu úr flækjunni
Mikið er allt hringsnúið og herbegið heldur áfram að snúast
Og spegilmyndinn í glasinu hverfur, hvert fórstu
Ég reyni að finna þig en sé ekkert út um gluggann,
Standa ofsjónir mínar úti og láta rigna
Ef þær eru mínar má ég ekki rífa þær og henda í hauginn með hinum hugsunum mínum
Mikið er allt hringsnúið og herbegið snýst en
Og glasið dettur, nú mun ég ekki sjá þig aftur….eða kannski varstu aldrei til heldur bara hluti af ímynduð heimi mínum,
andinn er að hverfa
þú opnar lásinn og herbegið hættir að snúast…..
Hvert fósrtu nú……
 
Serin
1987 - ...


Ljóð eftir Serin

Hugsunnaleysi hins hugsandi manns
Rauðhetta, skógamaðurinn og herbegið sem snérist
Friðarsinnin, hin valdagráðuga og sú sem ver landsvæði sitt.