Passíu - sláttur - sálmur I
Á Vatnsendahæðinni er verið að krossfesta mann
Og stóreignamennirnir stíga uppí þyrlu
til að horfa á hann
Það er slátturveður gott, þó veröldin víst sé hún flá
þetta er rauðhærður maður og laglegur
en starfsmenn hans halda þó áfram að slá
Og Þórir gamli spyr: ,,Því er hann vafinn í teppi\"?
Og þroskaheftur drengur spyr á móti:
\"Átt þú ekki heima á kletti í Kleppi?\"
Og stóreignamennirnir stíga uppí þyrlu
til að horfa á hann
Það er slátturveður gott, þó veröldin víst sé hún flá
þetta er rauðhærður maður og laglegur
en starfsmenn hans halda þó áfram að slá
Og Þórir gamli spyr: ,,Því er hann vafinn í teppi\"?
Og þroskaheftur drengur spyr á móti:
\"Átt þú ekki heima á kletti í Kleppi?\"