Passíu - sláttur - sálmur II
Við Vatnsendarætur ætlar Meistarinn að krossfesta sig
Og hinir fastráðnu, smíða sprekkross
Og glotta er þeir sjá glitta í mig
Það er grenjandi rigning, því nú Guðirnir gráta
Þetta er illa vaxinn drengur með aflitað hár
Og jafn greindur og 8 ára hnáta
Og Heiða spyr: ,,Því ætlar hann að krossfesta sig út í porti?\"
Og Daðsteinn svarar: ,,Því hann um sjálfan sig níðvísu orti
Og þjáist nú af skömm, en bráðlega af súrefnisskorti.\"
Og hinir fastráðnu, smíða sprekkross
Og glotta er þeir sjá glitta í mig
Það er grenjandi rigning, því nú Guðirnir gráta
Þetta er illa vaxinn drengur með aflitað hár
Og jafn greindur og 8 ára hnáta
Og Heiða spyr: ,,Því ætlar hann að krossfesta sig út í porti?\"
Og Daðsteinn svarar: ,,Því hann um sjálfan sig níðvísu orti
Og þjáist nú af skömm, en bráðlega af súrefnisskorti.\"