Passíu - sláttur - sálmur III
Í leti á fleti á kletti í Kleppi ætlar maður að krossfesta sig
Því í einelti telur hann sig lagðan af stjórnmálafræðingi
Og sálfræðinema með nokkur píanóstig
Það er þungt loft, lokaður gluggi og ofninn á þrem
Þetta er sami maður og í Passísálmi tvö
Og áhorfendur þiggja kex og sleikja af því krem
Og Henrik spyr: ,,Áttu þér einhverja hinstu bón?”
Og Jakob horfir á hann og segir með fögrum tón:
,,Mig langar að vita, er þetta kremkex frá Frón?”
Því í einelti telur hann sig lagðan af stjórnmálafræðingi
Og sálfræðinema með nokkur píanóstig
Það er þungt loft, lokaður gluggi og ofninn á þrem
Þetta er sami maður og í Passísálmi tvö
Og áhorfendur þiggja kex og sleikja af því krem
Og Henrik spyr: ,,Áttu þér einhverja hinstu bón?”
Og Jakob horfir á hann og segir með fögrum tón:
,,Mig langar að vita, er þetta kremkex frá Frón?”