Vinkonur mínar...
Ég rakst á Fortíðina í gær...
hún hló og var að leika sér...
henti í mig snjóbolta,
hljóp svo hlægjandi í burtu.
Það var góður dagur.

Ég heyrði í Nútíðinni í dag...
hún hló og grét á víxl...
sagði svo að ég væri aumingi,
og skellti svo á mig án þess að kveðja.
Það var leiðinlegur dagur.

Ég á von á bréfi frá Framtíðinni á morgun...
hún sagði mér ekki til um innihaldið...
einungis að ég myndi skilja það þegar ég læsi það...
hún sagði ekki meira en það, enda hefur hún alltaf verið dularfull.
Mig kvíðir mikið fyrir morgundeginum.

 
Svanur
1978 - ...


Ljóð eftir Svan

Samvisku tregi
Vinkonur mínar...