Gamalt og gott VII: Aðferðafræðileg ástarsaga úr Odda (skáldskapur til að forðast raunveruleikann sumarið 2004)
Hvað er betra að kveldi dags
en kavíar og kampavín
við ilheitan arin og aðferðafræðiglósur
með T- og Z-gildin sín
Því aðferðafræðin hún minnir á þig
-ég man er hjá þér ég sat
við reiknuðum og ræddum um
Kendalltá, Öryggisbil og Kíkvaðrat
Ég man enn hve mjög þú táraðist
er af tölfræðingi var það tjáð
að hin fagurskapaða frumbreyta
væri þó forlögum háð
Þú raukst út í reiði með raðstig mælinga
og raðbreytuglósur í hönd
ég sá það ekki þá, en sé það nú
þetta voru aðeins tvö óháð sýndarsambönd.
en kavíar og kampavín
við ilheitan arin og aðferðafræðiglósur
með T- og Z-gildin sín
Því aðferðafræðin hún minnir á þig
-ég man er hjá þér ég sat
við reiknuðum og ræddum um
Kendalltá, Öryggisbil og Kíkvaðrat
Ég man enn hve mjög þú táraðist
er af tölfræðingi var það tjáð
að hin fagurskapaða frumbreyta
væri þó forlögum háð
Þú raukst út í reiði með raðstig mælinga
og raðbreytuglósur í hönd
ég sá það ekki þá, en sé það nú
þetta voru aðeins tvö óháð sýndarsambönd.