Fyrir Evu Tulinius
Ég man hvað það fór í þig
er inn skein birtan
enda taldirðu heiminn á lokastigi
búinn að tapa sér - gjörsamlega firrtan
Og hinsta minning mín af þér
eru litlar nærbuxur og tætta náttskyrtan.
Og hvað ég vildi óska þess
að þér yrði skilað
eða óskrifuð ljóðin þín birt
svo einhver gæti lög sín við þau spilað
ég ætlaði alltaf að taka þau upp
en bölvað tækið það var alltaf bilað.
Hver mínúta í lífi þínu sirkus
sjálfsvirðing ekki til
mistökin engin, upplifun aðeins
pönkað lífsviðhorf, ég varla skil
og þú hikaðir ekki við að fara í lífspóker
þó í augnablikinu hefðirðu ömurleg spil.
Þetta voru verstu tímar lífs míns
við áttum samleið í eymdinni
þú tókst þitt eigið líf loks
en eymdinni – ég gleymd´enni
er inn skein birtan
enda taldirðu heiminn á lokastigi
búinn að tapa sér - gjörsamlega firrtan
Og hinsta minning mín af þér
eru litlar nærbuxur og tætta náttskyrtan.
Og hvað ég vildi óska þess
að þér yrði skilað
eða óskrifuð ljóðin þín birt
svo einhver gæti lög sín við þau spilað
ég ætlaði alltaf að taka þau upp
en bölvað tækið það var alltaf bilað.
Hver mínúta í lífi þínu sirkus
sjálfsvirðing ekki til
mistökin engin, upplifun aðeins
pönkað lífsviðhorf, ég varla skil
og þú hikaðir ekki við að fara í lífspóker
þó í augnablikinu hefðirðu ömurleg spil.
Þetta voru verstu tímar lífs míns
við áttum samleið í eymdinni
þú tókst þitt eigið líf loks
en eymdinni – ég gleymd´enni