

Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga
Og þunglynd ljóðskáld fyrir gluggana draga
Fyrir gluggana költ bútasaumateppi draga
Þá finnst þeim gott um gólfflötinn heima að skríða
Sólarlaus og detta einmana í´ða
Skrifa lágkúruníð sem undan mun svíða
En artí ljóðskáld taka á Sirkus sprett og trúbadorinn syngur
En menningarvitinn með kryddte, fettir fingur
Og á kýlum samfélagsins stingur
– já, á kýlum samfélagsins stingur.
Og þunglynd ljóðskáld fyrir gluggana draga
Fyrir gluggana költ bútasaumateppi draga
Þá finnst þeim gott um gólfflötinn heima að skríða
Sólarlaus og detta einmana í´ða
Skrifa lágkúruníð sem undan mun svíða
En artí ljóðskáld taka á Sirkus sprett og trúbadorinn syngur
En menningarvitinn með kryddte, fettir fingur
Og á kýlum samfélagsins stingur
– já, á kýlum samfélagsins stingur.