Góðir tímar framundan í Reykjavík! (e.hard times in new york town - gamalt upp úr skúffunni, svona í tilefni kosninganna)
Komið herrar og frúr og hlustið á þennan söng
mína sýn segi, ykkur kann að þykja hún röng
því eins og teymdir hestar er sjónarlína ykkar þröng
en allsherjarlygin er nú þegar orðin Íslandssaga löng.
Jú, það eru góðir tímar... Góðir tímar í’enni Reykjavík!
Það er langur vegur frá fellunum og vestur í bæ
og á félagsauði svo að ég varla upp í nef mér næ
en það vaxa ekki blóm, ef sáð er ekki fræ
nema fjórða hvert ár er nálgast þá maí.
En það eru góðir tímar... Góðir tímar í landinu og Reykjavík!
Já, Reykjavík er snotur, lítill sætur bær
og hver maður fær vinnu sem vinnu er fær
en ef þér finnst sem að launin séu slæm
á sjó eða Kárahnjúkum ,,you can do a little time”.
Því það eru góðir tímar... á landinu öllu en einkum þó í Reykjavík!
Jú, Reykjavík er fögur lítil saklaus borg
laus við dópista og róna og alls konar sorg
og Ingólfur stendur stöðugur við sinn hóll
og sáttur við ástandið við samnefnt torg...
Gott ástand!
Gott ástand á Kaffi Austurstræti... Pride of Reykjavík
---------------------------
Og hæstráðandi í Valhöll er nú blindur á báðum
og blæs ryk í augun á fólki með falsráðum
og andlaus lýðurinn vill ekki úr heiðni skipta um vist
og breyta í jafnaðarmennsku kennda við Jesú Krist
Jú, það eru góðir tímar... Frábærir tímar framundan á landinu og í Reykjavík.
Jú víst verður blessað lífið fyrir suma alltaf bara tík
Davíð segir: ,,Alls staðar er fátækt” - getum ekki öll verið rík
og sannleikurinn þeirra er svo lyginni lík
en þeir segja að það séu góðir tímar í henni Reykjavík
– Já Blessuð Reykjavík
Hærri hagvöxtur, félagsauður og kaupmáttaraukning í Reykjavík
Já það eru góðir tímar í hinni frábæru Reykjavík.
Þeir segja að við séum komin af víkingahetjum
með útrás getum unnið heiminn ef markmið okkur setjum
en inn við beinið erum við bændur og ættum að þakka Bretum
og Bandaríkjamönnum fyrir það litla sem við getum
Það er raunveruleikabrenglun
Raun-veru-leikabrenglun í Reykjavík
Þið getið spýtt á nafn mitt og hugsanlega verð ég barinn
og varla mun nokkur mín sakna þegar ég verð farinn
en er þið skiljið að Júdasarkossi þið voruð kysst
munið það þá hjá hverjum þið heyrðuð það fyrst:
Þetta er tóm steypa - góðærið á Íslandi er lygi!
Þið eruð dregin á asnaeyrunum og eruð rænulaus af skyndibita
En altént góðir tímar fyrr sem framundan í Reykjavík
Og ef þið segið þetta nógu oft þá farið þið að trúa því:
Góðir tímar fyrr sem framundan í Reykjavík
Góðir tímar fyrr sem framundan í Reykjavík
Og allir saman:
Góðir tímar fyrr sem framundan í Reykjavík!
mína sýn segi, ykkur kann að þykja hún röng
því eins og teymdir hestar er sjónarlína ykkar þröng
en allsherjarlygin er nú þegar orðin Íslandssaga löng.
Jú, það eru góðir tímar... Góðir tímar í’enni Reykjavík!
Það er langur vegur frá fellunum og vestur í bæ
og á félagsauði svo að ég varla upp í nef mér næ
en það vaxa ekki blóm, ef sáð er ekki fræ
nema fjórða hvert ár er nálgast þá maí.
En það eru góðir tímar... Góðir tímar í landinu og Reykjavík!
Já, Reykjavík er snotur, lítill sætur bær
og hver maður fær vinnu sem vinnu er fær
en ef þér finnst sem að launin séu slæm
á sjó eða Kárahnjúkum ,,you can do a little time”.
Því það eru góðir tímar... á landinu öllu en einkum þó í Reykjavík!
Jú, Reykjavík er fögur lítil saklaus borg
laus við dópista og róna og alls konar sorg
og Ingólfur stendur stöðugur við sinn hóll
og sáttur við ástandið við samnefnt torg...
Gott ástand!
Gott ástand á Kaffi Austurstræti... Pride of Reykjavík
---------------------------
Og hæstráðandi í Valhöll er nú blindur á báðum
og blæs ryk í augun á fólki með falsráðum
og andlaus lýðurinn vill ekki úr heiðni skipta um vist
og breyta í jafnaðarmennsku kennda við Jesú Krist
Jú, það eru góðir tímar... Frábærir tímar framundan á landinu og í Reykjavík.
Jú víst verður blessað lífið fyrir suma alltaf bara tík
Davíð segir: ,,Alls staðar er fátækt” - getum ekki öll verið rík
og sannleikurinn þeirra er svo lyginni lík
en þeir segja að það séu góðir tímar í henni Reykjavík
– Já Blessuð Reykjavík
Hærri hagvöxtur, félagsauður og kaupmáttaraukning í Reykjavík
Já það eru góðir tímar í hinni frábæru Reykjavík.
Þeir segja að við séum komin af víkingahetjum
með útrás getum unnið heiminn ef markmið okkur setjum
en inn við beinið erum við bændur og ættum að þakka Bretum
og Bandaríkjamönnum fyrir það litla sem við getum
Það er raunveruleikabrenglun
Raun-veru-leikabrenglun í Reykjavík
Þið getið spýtt á nafn mitt og hugsanlega verð ég barinn
og varla mun nokkur mín sakna þegar ég verð farinn
en er þið skiljið að Júdasarkossi þið voruð kysst
munið það þá hjá hverjum þið heyrðuð það fyrst:
Þetta er tóm steypa - góðærið á Íslandi er lygi!
Þið eruð dregin á asnaeyrunum og eruð rænulaus af skyndibita
En altént góðir tímar fyrr sem framundan í Reykjavík
Og ef þið segið þetta nógu oft þá farið þið að trúa því:
Góðir tímar fyrr sem framundan í Reykjavík
Góðir tímar fyrr sem framundan í Reykjavík
Og allir saman:
Góðir tímar fyrr sem framundan í Reykjavík!