Er ég drep þig!
Af ást og alúð
ég aðhylltist þig algjörlega,
ábyrgur sem arkitekt lífsins,
ástfanginn sem áhrif áfengis.

Blóm og Biblíu ég bauð þér,
í blómabaði þú baðaðist,
ballet dans,
bajó tónar,
brauð, blóm, biblíu,
líkama, ást og trú.
Billjón, blessun, blíðu, bragð,
brjóst og fallegt brost
þú gafst mér.

Ég beið og beið,
eftir endalausa bið,
endaði mín bið eftir þér,
eilífðar eitur þig erti
og tók frá mér.

því þú fallega Freyja,
sem fögur fórst með bros á vör,
ég finn ei mikið er að segja,
en frúin skyldi eftir sig ör,
ör sem er föst í mínu þunga djúpa hjarta.

Gaman var glaumur og dans,
greiða gafstu,
en þú, þú fórst til hans og eigi vel svafstu.

Hvorki hatur né góðan hug hann þér gaf,
heldur hatur,
hatur sem henti þér í dauðanshaf.

Ilmur af yndilsegri mey sem fór á ranga braut,
sey, þey, sey
nú þú sefur köld og blaut.

Já á járnbrautarstöðvum
undir jörðu niðri,
baðar þig í skítaböðurm
ei ertu síðri.

Komdi, komdi ég kallaðir
ætíð til þin,
ástin hví komstu aldrei til mín?

Þú varst lokuð bakvið lás og slá
lögreglan þig tók.
Reyndir að leyna lífinu,
leikur hans í slitinni brók.

Meira, meira, eitur etur,
meiðir sjálfa þig eins og þú getur.
Öskrar og æpir : HANN ER SEKUR!
já hann er sá er líf þitt tekur!

Neitaðir og nöldraðir
sem norn í myrkri
fórst og föndraðir
fíkn úr birki.

Olgur ormur,
inn í húð þína kemst,
opnar og rífur,
nú hafa inneflin skemmst.

Reynir að rífa roð í líkið, roðnar, roðnar og
líkið slítir.

Líkið sefur, sefur vært,
suðar hljóð og loft er tært,
ástin nú hef ég þig sært,
og stóran stóran grikk þér fært.

Tíminn tifar
og tortryggir mig,
tómur, ómur
hvíslar: ÉG DRAP ÞIG!

Ung og unaðsleg meyja
undir urðum sefur
ég sem reyndi ást mína að túlka
þú varst bara lítil stúlka.

Voðaverkið virðist unnið,
vont og skelfilegt,
bráðurm verður líkið brunnið,
þetta er hræðilegt!

Æ,æ,æ,æ,æ,!!!!

Öldin er búin,
lífið er búið,
nú er ei aftur snúið,
en ég hlæ!
hví skyldi ég hlægja?
Þú fórst og síðar dóst!

Sá hlær best sem síðast hlær,
hugsaði ég vitur maður,
hver hlær í dag, hver hló í gær?
Hver fær að deyja glaður?
 
Svanurinn
1980 - ...
hér er um algjörann uppspuna að ræða, enda nota ég ljóðalistina ekki sem sálfræðimeðferð heldur bara svona til að berjast gegn ákveðnum málefnum, eins og t.d. fíkniefnum.


Ljóð eftir Svaninn

Betlarinn
Neisti
Rasisti
Laufblað
Vinur
Tístarneisti
Svanurinn lækkar flugið
heimþrá
Gullbarnið
einmana
Dögg
Mengun
fyrrverandi?
hver er svanurinn?
Heimsendir
eilífðin
Er ég drep þig!
Bruni
Model framtíðarinnar
Tár
uppreisn gen hinu hefbundna máli
Án þín
Örveruheimur
Kennslustund
þunglyndi
Svefn
Kerti-líf
ég vil stríð!
Sónar
Kvöld
Hale Bob
Tilfinningar
Samviskubit
Millistig
Lag rósarinnar.
örljóð
hún
hugdetta
Bókarormur
þú kvalarfulla ást
Augnástartangó
Alvarleiki
vinir
Rósarblöð
Leikrit
LOVE
Óður til hafsins
Lífsinsgangur
Lifandi
Ég elska þig
Herra Skuggi og herra Gluggi
Gáta
Er ég persóna?
Lífið er lag
Primrose Hill
Krossfestingin
Flatey
Nattsol
Biblían
Lífið er taktur
Lífið er ljóð
samfarir
Sú skáeygða
Dimmalimm
Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur
kvöldroðinn á ágústkvöldi
Gæti veruleikinn verið draumur?
Ég vil bara að þú vitir að ég grét.
Ég á að brosa
kannski