Á krossgötum Lífs og Da(u)ða
það var á sumarnótt fyrir 12 árum
sólrún var nýsest
og nýr dagur eða gamall villi
við það að rísa upp
ég setti upp hatt og hélt af stað að krossgötum lífs og dauða
þar beið mín sjálfur myrkradróttinn í eitruðum eldsölum
og eftir kynmök undirrituðum við tvíhliða samning
sem gerði mig að besta ljóðskáldi alheimsins
en í staðinn fékk hann sálu mína í eilífðareldaveldið
að lokum settumst við í brekkuna
með hendur undir höfði og tuggðum strá
horfðum á sólina koma upp daginn eftir annan heimsendi
og ræddum um daginn, mislægan eða stokkaðan veginn, völlinn og vatnsmýrina
ég gleymi aldrei hans hinstu ógeðisorðum
sem ég heyrði áður en ég hvarf aftur inn í heim dauðlegra kjósenda
hann sagði ,,ég hef og mun alltaf kjósa fokkin Framsóknarflokkinn\"
ég horfði á hann brúnaþungur og sagði með hvössum tón
,,þú getur tekið sálu mína, en atkvæðið mitt það færðu aldrei\"
sólrún var nýsest
og nýr dagur eða gamall villi
við það að rísa upp
ég setti upp hatt og hélt af stað að krossgötum lífs og dauða
þar beið mín sjálfur myrkradróttinn í eitruðum eldsölum
og eftir kynmök undirrituðum við tvíhliða samning
sem gerði mig að besta ljóðskáldi alheimsins
en í staðinn fékk hann sálu mína í eilífðareldaveldið
að lokum settumst við í brekkuna
með hendur undir höfði og tuggðum strá
horfðum á sólina koma upp daginn eftir annan heimsendi
og ræddum um daginn, mislægan eða stokkaðan veginn, völlinn og vatnsmýrina
ég gleymi aldrei hans hinstu ógeðisorðum
sem ég heyrði áður en ég hvarf aftur inn í heim dauðlegra kjósenda
hann sagði ,,ég hef og mun alltaf kjósa fokkin Framsóknarflokkinn\"
ég horfði á hann brúnaþungur og sagði með hvössum tón
,,þú getur tekið sálu mína, en atkvæðið mitt það færðu aldrei\"
Hann hafði betur að þessu sinni, en það koma kosningar á eftir þessum kosningum og verðum við ekki að halda í þá klisjukenndu von að hið góða hafi sigur að lokum og allir lifi hamingjusamir þangað til ,,The end" birtist á himnum undir ljúfum tónum Sinfóníu hljómsveitar Disney verksmiðjunnar?