Ævintýri
Brennandi rauðar rósir
í rökkrinu riddarar krjúpa
ríða í átt að heimsenda
og leyndarmál lífsins afhjúpa
Í dalnum dísirnar dansa
regnið niður það drýpur
drungi færist yfir
og drottningin seiðið sýpur
Stúlka ein talar tungum tveim
týnir blóm og sjálfri sér
torsótt er hennar leiðin heim
og úlfur spyr ,,ertu til í geim”
Önnur hún í tjörnina leit
er töfrar hana umluktu
en taðsálin hún á sig skeit
því systur sína hún fyrirleit
Maður einn meyjuna missti
á tímum speglaleysis, hann þyrsti
mynd sína sá og sjálfan sig kyssti
en datt ofan í tjörnina og dó
Því dramb það mun vera falli næst
og í tómum tunnum mun ávallt glymja hæst
og úr sumum skáldum hefur aldrei úr ræst
og bráðlega hef ég í hópinn bæst...
Já, bráðlega hef ég í ykkar hóp bæst.
Því lífsins tilgangur ei leitar á mig
er í leyni líkt og mannlaus gröf
og það er alveg sama hvað ég les
og þó ég ferðist yfir sjö höf
-ei fæ ég botnað lífsins ljóð
og held því aftur í út í mýri
aftur í ævintýri.
í rökkrinu riddarar krjúpa
ríða í átt að heimsenda
og leyndarmál lífsins afhjúpa
Í dalnum dísirnar dansa
regnið niður það drýpur
drungi færist yfir
og drottningin seiðið sýpur
Stúlka ein talar tungum tveim
týnir blóm og sjálfri sér
torsótt er hennar leiðin heim
og úlfur spyr ,,ertu til í geim”
Önnur hún í tjörnina leit
er töfrar hana umluktu
en taðsálin hún á sig skeit
því systur sína hún fyrirleit
Maður einn meyjuna missti
á tímum speglaleysis, hann þyrsti
mynd sína sá og sjálfan sig kyssti
en datt ofan í tjörnina og dó
Því dramb það mun vera falli næst
og í tómum tunnum mun ávallt glymja hæst
og úr sumum skáldum hefur aldrei úr ræst
og bráðlega hef ég í hópinn bæst...
Já, bráðlega hef ég í ykkar hóp bæst.
Því lífsins tilgangur ei leitar á mig
er í leyni líkt og mannlaus gröf
og það er alveg sama hvað ég les
og þó ég ferðist yfir sjö höf
-ei fæ ég botnað lífsins ljóð
og held því aftur í út í mýri
aftur í ævintýri.