Á Ingólfstorgi
Á rauðum Egils plastkassa
stendur prestur með úfið hár
og biblíu í hönd, öskrandi:
,,heimsendir á morgunn”
Gleðitárin glansa og dansa í augum
ungrar stúlku í lakkskóm
,,loksins einhverjar góðar fréttir” segir hún
nýbúin að klína ís í sparikjólinn sinn
en miðaldra maður segir hissa:
,,nú ertu ekki ánægð með
borgarstjórnarsamstarfið?”
ég get ekki hamið mig og mæli
eins og svo oft áður:
,,Drullu haltu kjafti”
áður en sparka í hundinn hans
sem samkvæmt ólinni heitir Björn Ingi
- ómerkileg tík
stendur prestur með úfið hár
og biblíu í hönd, öskrandi:
,,heimsendir á morgunn”
Gleðitárin glansa og dansa í augum
ungrar stúlku í lakkskóm
,,loksins einhverjar góðar fréttir” segir hún
nýbúin að klína ís í sparikjólinn sinn
en miðaldra maður segir hissa:
,,nú ertu ekki ánægð með
borgarstjórnarsamstarfið?”
ég get ekki hamið mig og mæli
eins og svo oft áður:
,,Drullu haltu kjafti”
áður en sparka í hundinn hans
sem samkvæmt ólinni heitir Björn Ingi
- ómerkileg tík