Nútímaljóð XXþrjú
Fíngerðar hreyfingar fingranna
feta sig frá einni nótu í átt að annarri,
andadráttinn má greina á upptöku,
þegar þögnin gefur hljómunum gildi
og maður gleymir sér...
...ég er staddur í svarthvítri mynd
frá seinni heimsstyrjöldinni
að hlusta á brjálað tónskáld
tjá tilfinningar sínar á yfirvegaðan hátt
flygilinn er rykugur og rispaður
eftir sprengjuárásir
og nokkrar nótur eru falskar,
sem gerir þessa stund svo
raunverulega
grátbólgin augu píanistans lokuð,
að flýja raunveruleikann
hefur aldrei verið réttlætanlegra
það þarf ekki orð heldur eyru
til að skynja harm þess
sem misst hefur og ég held
að hann muni spila,
löngu eftir að ég er vaknaður
og í huga sér löngu eftir að þeir ná honum.
feta sig frá einni nótu í átt að annarri,
andadráttinn má greina á upptöku,
þegar þögnin gefur hljómunum gildi
og maður gleymir sér...
...ég er staddur í svarthvítri mynd
frá seinni heimsstyrjöldinni
að hlusta á brjálað tónskáld
tjá tilfinningar sínar á yfirvegaðan hátt
flygilinn er rykugur og rispaður
eftir sprengjuárásir
og nokkrar nótur eru falskar,
sem gerir þessa stund svo
raunverulega
grátbólgin augu píanistans lokuð,
að flýja raunveruleikann
hefur aldrei verið réttlætanlegra
það þarf ekki orð heldur eyru
til að skynja harm þess
sem misst hefur og ég held
að hann muni spila,
löngu eftir að ég er vaknaður
og í huga sér löngu eftir að þeir ná honum.