uppreisn gen hinu hefbundna máli
Einn daginn velti ég því fyrir mér hvers vegna hlutir eru kallaðir þessum nöfnum. Ég ákvað að hefja uppreisn og vera dálítið öðruvísi.
Þegar ég vaknaði þá ákvað ég að kalla rúm, hús. Því næst fékk orðið klukka nafnið rúm. Ég settist niður og kallaði stólinn vekjaraklukku. Síðan klæddi ég mig í fötin sem hétu þá stólar. Ég gekk um gólfið sem ég kallaði dyr, opnaði dyrnar sem voru þá gólf og gekk út úr húsinu sem hét þá rúm.
Svona leið dagurinn og vinnufélagarnir urðu órólegir. Seinna sendi fjölskyldan mig á Klepp. Dagarnir liðu og ég gafst ei upp, þetta var stríð, ég gegn hinu hefbundna máli. Á Kleppnum er minn hefbundni dagur svona:
Ég vakna á húsinu og slekk á rúminu. Síðan sest ég á vekjaraklukkuna og klæði mig í stólana. Ég geng um dyrnar og opna gólfið og geng út úr rúminu.
Má maður ekki vera öðruvísi?
Þegar ég vaknaði þá ákvað ég að kalla rúm, hús. Því næst fékk orðið klukka nafnið rúm. Ég settist niður og kallaði stólinn vekjaraklukku. Síðan klæddi ég mig í fötin sem hétu þá stólar. Ég gekk um gólfið sem ég kallaði dyr, opnaði dyrnar sem voru þá gólf og gekk út úr húsinu sem hét þá rúm.
Svona leið dagurinn og vinnufélagarnir urðu órólegir. Seinna sendi fjölskyldan mig á Klepp. Dagarnir liðu og ég gafst ei upp, þetta var stríð, ég gegn hinu hefbundna máli. Á Kleppnum er minn hefbundni dagur svona:
Ég vakna á húsinu og slekk á rúminu. Síðan sest ég á vekjaraklukkuna og klæði mig í stólana. Ég geng um dyrnar og opna gólfið og geng út úr rúminu.
Má maður ekki vera öðruvísi?