Örveruheimur
Hjarta mitt er rauðara en rós, ný útsrpungin.
Hjarta mitt er líka útsprungið!
Passaðu þig...
Ég sái ástarfræjum,
glampi í augunum,
ó, þú,
ó, ást,
breitt bros, breiðara en vængir svansins.
Bros bara upp í loftið.
Loftið opnast út í hið óendanlega.
Ég svíf af stað í náttfötunum mínum,
upp í stjörnuhulinn himininn.
Baða mig í norðurljósunum,
tennurnar sjást því brosið er svo breitt.
Ég horfi niður til jarðar og sé húsið mitt verða minna og minna, og loks verður jörðin minni og minni.
Ég svíf hærra og hærra. Hálfóttasleginn!
Loks dett ég út úr himinhvolfinu,
niður á eldhúsgólf þar sem risavaxin hjón eru að skoða kúluna..himinhvolfið....ykkur.
Vúbbs, elskaði ég of mikið?
Það mikið að ég flaug frá ykkur!
En hvar ert þú ástin mín? Elskaði ég þig sem sagt meira?
Loks dettur rykkorn af kúlunni. Þetta ert þú.
Við knúsum og náum ekki andanum vegna gleði. Núna erum við bara tvö í okkar örveruheimi. En það er allt í lagi. Ég elska þig.
Hjarta mitt er líka útsprungið!
Passaðu þig...
Ég sái ástarfræjum,
glampi í augunum,
ó, þú,
ó, ást,
breitt bros, breiðara en vængir svansins.
Bros bara upp í loftið.
Loftið opnast út í hið óendanlega.
Ég svíf af stað í náttfötunum mínum,
upp í stjörnuhulinn himininn.
Baða mig í norðurljósunum,
tennurnar sjást því brosið er svo breitt.
Ég horfi niður til jarðar og sé húsið mitt verða minna og minna, og loks verður jörðin minni og minni.
Ég svíf hærra og hærra. Hálfóttasleginn!
Loks dett ég út úr himinhvolfinu,
niður á eldhúsgólf þar sem risavaxin hjón eru að skoða kúluna..himinhvolfið....ykkur.
Vúbbs, elskaði ég of mikið?
Það mikið að ég flaug frá ykkur!
En hvar ert þú ástin mín? Elskaði ég þig sem sagt meira?
Loks dettur rykkorn af kúlunni. Þetta ert þú.
Við knúsum og náum ekki andanum vegna gleði. Núna erum við bara tvö í okkar örveruheimi. En það er allt í lagi. Ég elska þig.
skrifað 1999