Hvað er að frétta? (1. partur)
Sálarlausar verur úr slímkenndu efni
sækja mig heim og segja í svefni
að bróðir hans muni sækja mig, þessi betur gefni
hr. Da(u)ði að segja að við séum dauð
Milliliða- og hrygglausir takast á ólíkir maðkar
bankastjórinn í liggjandi öreigann sparkar
sem blóðugur af sér það harkar
og þiggur bætur af hans marg milljarða auð
Fitug prentfingraför á borði eftir Mogunblaðið
sem segir ,,Palestínumenn þið sjálfa ykkur skaðið”
ég held að Styrmir ætti að þiggja baðið
og baða fyrirgefningarhöndunum í átt til Guðs
Því þríklofinn almáttugur myndi segja við Styrmi
,,Sannarlega ég yðar lífi þyrmi
og ef ég sé að hið sanna á blaðsíðunni vermi
skal ég meira að segja ganga í SUS”
Á bækistöðvum og í bönkum
sitja menn í þungum þönkum
og ræða sölu RÚV og verð á bensíntönkum
og hver taki við af Halldóri
En ein blók les tilvitnunarbók
skrifar ljóð yfir smók
finnst lífið bara lame djók
en hugsar ,,ég vona samt að ég tóri”
Innblásin virðist að helmingi vor æska
útblásin hinn - skyndibita upp í háls, sig þarf að ræskja
það eru ofbeldis jaðarhópar og Zimmermanngæska
Og við skulum vona að sátt nái hver
mönnum líður best ef þeir sjálfa sig þekkja
það er víst verst að vera ekill eða ekkja
samt vilja sumir í stað Íslands Valgerði drekkja
en betra hefði verið að biðja hana um að drekkja sjálfri sér
Lemur Björn Ingi konuna sína?
er alkinn Halldór verst staddur meðal vína?
á milli snilldar og geðveiki ku vera fín lína
og Lína Langsokkur dansar þar
Slúðurblaðamennska er bráðum horfin
og ónýt fréttaskáld þurfa að taka upp orfin
því á vorin eru horfin öll góðu störfin
og við blessunarlega laus við upplogið svar
Fær fræðimaður fróður
í skjóli nætur sprayar one-liner áróður
á veggi, því óður hann vill ekki Stóra bróður
né móður-serðandi ríkisvald
Og Stefán Jón hann dreifir alþýðuflokksrósum
í von um að nýjan Dag við kjósum
en í straumhörðum ám og ósum
situr Ingvi Hrafn með tangarhald
Virtir menn þeir skrifa uppkast
er þeir vilja skjóta á menn mjög fast
Roy Keane segir ,,undirbúðu þig undir að mistakast
ef þér mistekst að undirbúa sjálfan þig”
Og hún horfði á mig döpur en dreymin
feimin, búin að bragða beiska lífskeiminn
en menn og konur eiga víst að smile-a framinn í heiminn
þegar hvunndagsraunirnar ríða þeim á slig
Að fortíð skal víst hyggja
er framtíð bjarta skal sér byggja
mér er sama, bara ef þær á maganum liggja
og leyfa mér að klára mig af
Dylan segir ,,Ég skal leyfa þér að vera í draumum mínum
ef þú leyfir mér að vera í þínum”
og fylgismaður Múhammeðs hyggst éta og sofa hjá svínum
ef svínin vestanhafs sofandi verða skotin í kaf
Zizek spyr ,,hvað býr að baki kapítalískum sannleika?”
og viðskiptavinur spyr portkonu ,,bíddu, varstu að feika?”
og ég spyr sjálfan mig ,,hvað þarf marga jarðaberjasjeika
til að fylla þetta fagra hold?”
Og Ísland það alþjóðavæðist
ég að því hæðist, því þú það hræðist
en Hallgrímur Pétursson segir ,,það er sama hverju þú klæðist
hold það verður ávallt mold.....
Gore hann vill stöðva náttúruspjöllin
og sjálfstæðismenn þeir vilja færa völlinn
en fortíðar Framsóknarnátttröllin
vilja ekkert – tja, nema sín hefðbundnu völd
Hafró leggur til minni veiðar á ýsu
og ég söngla þessa óreiðu vísu
sem veldur pirring hjá einni skáldlegri skvísu
sem boðar skelfingu og bölsýnisöld
Ég mætti tveimur frakkaklæddum draugum
sem sögðu það ósmekklegt af skáldum að lyfta í Laugum
ég held að þeir myndu missa sjón á báðum augum
ef þeir vissu hverjir mættu þar
Og víst eru fáfræði og fordómar víða
og eftir betri tíð flestir eru að bíða
nema þessi fríða, víða sem gott er að ríða
og heim mun ég skríða um leið og ég fæ far
sækja mig heim og segja í svefni
að bróðir hans muni sækja mig, þessi betur gefni
hr. Da(u)ði að segja að við séum dauð
Milliliða- og hrygglausir takast á ólíkir maðkar
bankastjórinn í liggjandi öreigann sparkar
sem blóðugur af sér það harkar
og þiggur bætur af hans marg milljarða auð
Fitug prentfingraför á borði eftir Mogunblaðið
sem segir ,,Palestínumenn þið sjálfa ykkur skaðið”
ég held að Styrmir ætti að þiggja baðið
og baða fyrirgefningarhöndunum í átt til Guðs
Því þríklofinn almáttugur myndi segja við Styrmi
,,Sannarlega ég yðar lífi þyrmi
og ef ég sé að hið sanna á blaðsíðunni vermi
skal ég meira að segja ganga í SUS”
Á bækistöðvum og í bönkum
sitja menn í þungum þönkum
og ræða sölu RÚV og verð á bensíntönkum
og hver taki við af Halldóri
En ein blók les tilvitnunarbók
skrifar ljóð yfir smók
finnst lífið bara lame djók
en hugsar ,,ég vona samt að ég tóri”
Innblásin virðist að helmingi vor æska
útblásin hinn - skyndibita upp í háls, sig þarf að ræskja
það eru ofbeldis jaðarhópar og Zimmermanngæska
Og við skulum vona að sátt nái hver
mönnum líður best ef þeir sjálfa sig þekkja
það er víst verst að vera ekill eða ekkja
samt vilja sumir í stað Íslands Valgerði drekkja
en betra hefði verið að biðja hana um að drekkja sjálfri sér
Lemur Björn Ingi konuna sína?
er alkinn Halldór verst staddur meðal vína?
á milli snilldar og geðveiki ku vera fín lína
og Lína Langsokkur dansar þar
Slúðurblaðamennska er bráðum horfin
og ónýt fréttaskáld þurfa að taka upp orfin
því á vorin eru horfin öll góðu störfin
og við blessunarlega laus við upplogið svar
Fær fræðimaður fróður
í skjóli nætur sprayar one-liner áróður
á veggi, því óður hann vill ekki Stóra bróður
né móður-serðandi ríkisvald
Og Stefán Jón hann dreifir alþýðuflokksrósum
í von um að nýjan Dag við kjósum
en í straumhörðum ám og ósum
situr Ingvi Hrafn með tangarhald
Virtir menn þeir skrifa uppkast
er þeir vilja skjóta á menn mjög fast
Roy Keane segir ,,undirbúðu þig undir að mistakast
ef þér mistekst að undirbúa sjálfan þig”
Og hún horfði á mig döpur en dreymin
feimin, búin að bragða beiska lífskeiminn
en menn og konur eiga víst að smile-a framinn í heiminn
þegar hvunndagsraunirnar ríða þeim á slig
Að fortíð skal víst hyggja
er framtíð bjarta skal sér byggja
mér er sama, bara ef þær á maganum liggja
og leyfa mér að klára mig af
Dylan segir ,,Ég skal leyfa þér að vera í draumum mínum
ef þú leyfir mér að vera í þínum”
og fylgismaður Múhammeðs hyggst éta og sofa hjá svínum
ef svínin vestanhafs sofandi verða skotin í kaf
Zizek spyr ,,hvað býr að baki kapítalískum sannleika?”
og viðskiptavinur spyr portkonu ,,bíddu, varstu að feika?”
og ég spyr sjálfan mig ,,hvað þarf marga jarðaberjasjeika
til að fylla þetta fagra hold?”
Og Ísland það alþjóðavæðist
ég að því hæðist, því þú það hræðist
en Hallgrímur Pétursson segir ,,það er sama hverju þú klæðist
hold það verður ávallt mold.....
Gore hann vill stöðva náttúruspjöllin
og sjálfstæðismenn þeir vilja færa völlinn
en fortíðar Framsóknarnátttröllin
vilja ekkert – tja, nema sín hefðbundnu völd
Hafró leggur til minni veiðar á ýsu
og ég söngla þessa óreiðu vísu
sem veldur pirring hjá einni skáldlegri skvísu
sem boðar skelfingu og bölsýnisöld
Ég mætti tveimur frakkaklæddum draugum
sem sögðu það ósmekklegt af skáldum að lyfta í Laugum
ég held að þeir myndu missa sjón á báðum augum
ef þeir vissu hverjir mættu þar
Og víst eru fáfræði og fordómar víða
og eftir betri tíð flestir eru að bíða
nema þessi fríða, víða sem gott er að ríða
og heim mun ég skríða um leið og ég fæ far
Vangaveltur sumarið 2006