Bölvun Bakkusar
Sjálfsblekkingin er þinn besti vinur
sem bæði elskar þig og skilur.
Hann er þér oftast sammála,
og gefst fljótt upp á að mótmæla.

Bakkus hann ósjaldan tilbiður
að biðja um hans miskunn er orðin gamall siður.
Þið þrjú eru alveg frábært lið,
löngu búinn að gleyma öllu um andlegan frið.

Fá’ðu þér meir’ þú hefur ekki haft það svo gott,
að falla í algleymi er saklaust sport.
Það skiptir ekki máli hvað þú gerir í dag
enginn á morgun hvort er það man.
 
Sunnefa
1983 - ...


Ljóð eftir Sunnefu

Bölvun Bakkusar
Bæn Evu