Bæn Evu
Sársaukinn nístir
í öllum beinum brakar og gnístir.
Stingandi sviði
syndgarar fá ekki að anda í friði.
Úr hnjánum blæðir
tár úr augum mínum flæðir.
Fyrirgefðu mér faðir
bænum mínum vil ég að þú svarir.
Sætur bitinn
Adam svikinn.
Eilífðin svo löng
erfðasyndin of ströng.
Synd mín er þín synd
sérðu ei að ég var sköpuð í þinni mynd.
 
Sunnefa
1983 - ...


Ljóð eftir Sunnefu

Bölvun Bakkusar
Bæn Evu