Hafið

Á hverju kvöldi stend ég og horfi á hafið.
Það hafa margir yrkt um hafið, sólina og þig.
Ég tek hér því áhættu, og yrki um sjálfan mig.

Ég stend á hverju kvöldi og horfi á hafið.
Horfi á óvin minn sveifla honum til og frá.
Sé hann draga úr honum lífið, hlægja af mér.
Ég horfi á það á hverju kvöldi.

Ég fylgist með honum biðja mig um hjálp.
lít á hann og sé að hann er að fara.
sé óvin minn draga hann í burt.
Ég held ég hefði getað stoppað hann.

Að bjóða óvini byrginn er ekki það sem ég hef.
Ég er heigull og skræfa, það er það sem ég er.
Ég stend því hér einn á hverju kvöldi.
Horfi bara.  
Guðfinna Árnadóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Guðfinna

Hafið
Yrði ég þá kannski allt of sein?
Jólabarn