Jólabarn
Jólabið..
Ó mamma hve lengi þarf ég að bíða
Ó mamma því er tíminn svo lengi að líða.
Ó elsku barn, þrjár nætur muntu þurfa að sofa
Ó elsku barn ,þá koma jólin, ég lofa.

En mamma, kemur sveinki í nótt?
En mamma, ég mun ekki geta sofið rótt!
ELsku barn jóli mun koma og þér gjafir veita
Elsku barn, góðum börnum hann mun ei neita!

Mamma, þú sagðir að englar yfir mér vaka.
Mamma, ef ég á engla treysti, mun mig aldrei saka?
Dýrmæta barn, fallegtustu gimsteinar passa þig
Dýrmæta barn, þú getur á þá treyst jafn vel og mig.

Mamma, eru jólin töfrar, eru jólin ekki falleg?
Mamma finnur þú þessa gleði, hamingju og undur.
Elsku dóttir, ég er hamingjusöm með þig við hlið mér.
Elsku barn, jólin eru falleg því ég er með þér!


 
Guðfinna Árnadóttir
1985 - ...


Ljóð eftir Guðfinna

Hafið
Yrði ég þá kannski allt of sein?
Jólabarn