Heilræða og farvelvísa Daða II (stolið og stælt eftir Megas... að venju!)
Menn fæðast í dag, til að fræðast núna
fagna svo á morgun og gera sig farbúna
og höfin eru lygn og sólin á þau skína
og menn geta séð sál sína ef þeir rýna
í djúp hafsins eða á fljótandi norðurljós
og finna svo að lokum sína fegurstu rós
Æskuárin líða og hin fögru blasa við
menn finna ástina og sinn innri frið
og það birtir til og þér stekkur bros á vör
þú finnur lífsins tilgang og þín eigin svör
í djúpi hafsins eða í skínandi stjörnunum
sem mynda mynd af þér konunni og börnunum
En að lokum sitja allir við sama borð
hver og einn fær jú að tjá sín hinstu orð
missáttir sjálfsagt við lífsgjörðir sínar
svo nýttu vel allar stundirnar þínar
en drjúptu ei höfði þó að af þér dragi
lífið er eins og Drangey – fegurst í dimmrauðu sólarlagi
fagna svo á morgun og gera sig farbúna
og höfin eru lygn og sólin á þau skína
og menn geta séð sál sína ef þeir rýna
í djúp hafsins eða á fljótandi norðurljós
og finna svo að lokum sína fegurstu rós
Æskuárin líða og hin fögru blasa við
menn finna ástina og sinn innri frið
og það birtir til og þér stekkur bros á vör
þú finnur lífsins tilgang og þín eigin svör
í djúpi hafsins eða í skínandi stjörnunum
sem mynda mynd af þér konunni og börnunum
En að lokum sitja allir við sama borð
hver og einn fær jú að tjá sín hinstu orð
missáttir sjálfsagt við lífsgjörðir sínar
svo nýttu vel allar stundirnar þínar
en drjúptu ei höfði þó að af þér dragi
lífið er eins og Drangey – fegurst í dimmrauðu sólarlagi