Vatns-enda(loka)-vísa
Þegar brennt hefur allar brýr að baki þér
og aleinn kyrjar borgarblús
og ljósastaurarnir eru þeir einu sem lifa
því þögnin og myrkrið lýsa upp þessi hús
(Kór: ) Þá viltu fá borg þína beint í æð
brunaðu í myrkrinu – upp á Vatnsendahæð
En þegar nóttin reynist fullkomin
frá fýsunni flautandi gengur á brott
og allt það sýnist svo alsælt
og í andlitinu leynist Sólheimaglott
(Kór: ) Jú þá viltu fá borg þína beint í æð
svo brunaðu í sólarlaginu – upp á Vatnsendahæð
Loks þegar blákaldur veruleikinn blasir við
en þú botnar samt ekki í neinu
þig vantar visku – jafnvel allt vitsmunalíf
en þú vilt jú hafa þitt á hreinu
(Kór: ) Þá veistu hvar visku þú færð beint í æð
vinur þú finnur öll svörin – upp á Vatnsendahæð
-----------------------------------
Þegar heimurinn loks hann hlær að þér
heift hans skín í gegn
hundurinn yfir þig, léttir af sér
og það hamast á þér þetta íslenska regn
(Kór:) Og þér finnst ei svo fráleitt að skera á slagæð
Þá eru fáir staðir betri fyrir slíkt
en Vatnsendahæð.
og aleinn kyrjar borgarblús
og ljósastaurarnir eru þeir einu sem lifa
því þögnin og myrkrið lýsa upp þessi hús
(Kór: ) Þá viltu fá borg þína beint í æð
brunaðu í myrkrinu – upp á Vatnsendahæð
En þegar nóttin reynist fullkomin
frá fýsunni flautandi gengur á brott
og allt það sýnist svo alsælt
og í andlitinu leynist Sólheimaglott
(Kór: ) Jú þá viltu fá borg þína beint í æð
svo brunaðu í sólarlaginu – upp á Vatnsendahæð
Loks þegar blákaldur veruleikinn blasir við
en þú botnar samt ekki í neinu
þig vantar visku – jafnvel allt vitsmunalíf
en þú vilt jú hafa þitt á hreinu
(Kór: ) Þá veistu hvar visku þú færð beint í æð
vinur þú finnur öll svörin – upp á Vatnsendahæð
-----------------------------------
Þegar heimurinn loks hann hlær að þér
heift hans skín í gegn
hundurinn yfir þig, léttir af sér
og það hamast á þér þetta íslenska regn
(Kór:) Og þér finnst ei svo fráleitt að skera á slagæð
Þá eru fáir staðir betri fyrir slíkt
en Vatnsendahæð.