

Deyfðu djúpfjólubláu ljósin
dansa af ástríðu við spegilinn
draga línur í einmana andlit
og fram það besta við drykkinn minn
Djúpur þunglamalegur kontrabassinn
bláar tilfinningaríkar píanónótur
seiðandi og framandi takturinn
söngvarinn jafn einlægur og hann er ljótur
Leikið á þessar brostnu vonir lífs míns
losið mig við fortíðina um stund
lýsið upp ókomna leið mína
leiðið mig á framtíðarfund
...Hér þekki ég engan...
...hingað hef ég aldrei komið...
...þetta hef ég aldrei heyrt...
...en hér á ég svo sannarlega heima!
dansa af ástríðu við spegilinn
draga línur í einmana andlit
og fram það besta við drykkinn minn
Djúpur þunglamalegur kontrabassinn
bláar tilfinningaríkar píanónótur
seiðandi og framandi takturinn
söngvarinn jafn einlægur og hann er ljótur
Leikið á þessar brostnu vonir lífs míns
losið mig við fortíðina um stund
lýsið upp ókomna leið mína
leiðið mig á framtíðarfund
...Hér þekki ég engan...
...hingað hef ég aldrei komið...
...þetta hef ég aldrei heyrt...
...en hér á ég svo sannarlega heima!