Síminn sem þagði
Ég sit einn
á myrkvuðu kaffihús.
Það logar kertaljós á borðinu mínu,
litla máttvana eldtungan liðast
líkt og sígarettureykurinn allt í kring.
Síminn minn
hvorki syngur né stynur,
neitar því
gersamlega.
Hann er fýlu
búinn að vera það heillengi.
Hann bara þegir
og þegir
og heldur súr kjafti.
Segir ekkert,
svarar engu.
Ég potaði í hann,
í von og óvon
um að hann myndi mala.
En síminn var samur við sig.
Það ómar tónlist,
hlátrasköll
og ljóshærð stelpa
missir vatnsglas
í gólfið.
á myrkvuðu kaffihús.
Það logar kertaljós á borðinu mínu,
litla máttvana eldtungan liðast
líkt og sígarettureykurinn allt í kring.
Síminn minn
hvorki syngur né stynur,
neitar því
gersamlega.
Hann er fýlu
búinn að vera það heillengi.
Hann bara þegir
og þegir
og heldur súr kjafti.
Segir ekkert,
svarar engu.
Ég potaði í hann,
í von og óvon
um að hann myndi mala.
En síminn var samur við sig.
Það ómar tónlist,
hlátrasköll
og ljóshærð stelpa
missir vatnsglas
í gólfið.