Dagurinn
Við sátum tveir og átum
með reykspúandi hnátum
og stallklipptum kaffihúsaheimspekingum
sem þykjast tala í gátum...
...en við rifjuðum upp fortíðina,
nýliðna og hina gömlu góðu tíma,
minningarnar báru okkur
svo langt og greinilega aftur
að gamall draugur úr fortíðinni
settist hjá okkur stutta stund.
Áður en við vissum af hafði tíminn flogið, á þessum Vegamótum
fortíðar, nútíðar og framtíðar
svo hratt að við gleymdum næstum
að bölva ofsmurðum sinneps-kjúklingasamlokunum.
Við kvöddumst félagarnir við Skólavörðustíg 29a
og það var vel viðeigandi
að Íslandssagan í mannsmynd
skildi þá arka framhjá,
inn Baldursgötuna í átt að Þórsgötu
með kippu í poka...
...drukkin börn þau sækja í bjórinn!
með reykspúandi hnátum
og stallklipptum kaffihúsaheimspekingum
sem þykjast tala í gátum...
...en við rifjuðum upp fortíðina,
nýliðna og hina gömlu góðu tíma,
minningarnar báru okkur
svo langt og greinilega aftur
að gamall draugur úr fortíðinni
settist hjá okkur stutta stund.
Áður en við vissum af hafði tíminn flogið, á þessum Vegamótum
fortíðar, nútíðar og framtíðar
svo hratt að við gleymdum næstum
að bölva ofsmurðum sinneps-kjúklingasamlokunum.
Við kvöddumst félagarnir við Skólavörðustíg 29a
og það var vel viðeigandi
að Íslandssagan í mannsmynd
skildi þá arka framhjá,
inn Baldursgötuna í átt að Þórsgötu
með kippu í poka...
...drukkin börn þau sækja í bjórinn!