Ást
Horfði á þig fyrst,
leið líkt og aldrei áður verið kysst.
Þú varst sá sem ég þráði,
og hreinlega dáði.

Taktu mig að þér,
eigðu mig eina og sér,
því það er sárt að sakna,
og án þín vakna.

Ég fæ aldrei nóg,
af ást, frið og ró,
þessum kertaljósum
og rauðum rósum.

Þú ert prins í mínum draumi
og vil stinga af með þér í laumi
get ei hætt að hugsa um þig
vona að aldrei, þú yfirgefir mig.

þú ert fullkomnlega fagur,
líkt og heiðskýr sumardagur.
þú ert umhyggjusamur og fróður,
skemmtilegur og við mig góður.

Vera með þér árið uppá dag,
situm saman um sólarlag,
bæði undir sæng við kúrum
og í rómantískum göngutúrum.

Að sjá að þú sért eigi leiður,
væri mér mikill heiður.
hreinskilin ertu ávallt
hlýgjar mér ef úti er kalt

Ég er sú dama,
sem þú gerir hamingjusama.
Með þér vil ég eldast,
og alla tíð elskast.

Haltu mér í örmum þínum,
þangað til ég dey
spegilmynd þín í augum mínum
hverfur líklega aldrei.

staðreindin er sú
að ég elska þig ástin mín
lofa að vera þér traust og trú
lofa að vera alltaf þín.  
Tinna Rut
1988 - ...


Ljóð eftir Tinnu Rut

Ást
Jól