Hópreið
Ég fékk ekki inngöngu í
Rithöfundasamband Íslands (en frá því að
sambandið var stofnað hefur einungis
handfylli manna verið neitað um
inngöngu) og ætla ég því að stofna minn
eigin söfnuð áður en ég yrki mitt
síðasta ljóð.
Mitt síðasta ljóð verður ekki um
hópsamfarir, það verður fágað og
goðborið bæði og goggolíuangandi.
Þannig mun ég hvorttveggja skapa sjálfum
mér eitthvað til dýrðar sem og lofa þeim,
sem (óumflýjanlega) litu upp til mín,
að kyrja til eilífðarnóns.
Til eilífðarnóns verður sungið:
Hallelúja og heill sé foringjanum,
bókmenntapáfanum! Vér elskum vort land.
Grátið ekki, börnin mín. Ég er farinn
þangað sem verðlaun og viðurkenningar
einu gilda. Næst heyrið þið til mín og
nóttin tekur andköf.
Rithöfundasamband Íslands (en frá því að
sambandið var stofnað hefur einungis
handfylli manna verið neitað um
inngöngu) og ætla ég því að stofna minn
eigin söfnuð áður en ég yrki mitt
síðasta ljóð.
Mitt síðasta ljóð verður ekki um
hópsamfarir, það verður fágað og
goðborið bæði og goggolíuangandi.
Þannig mun ég hvorttveggja skapa sjálfum
mér eitthvað til dýrðar sem og lofa þeim,
sem (óumflýjanlega) litu upp til mín,
að kyrja til eilífðarnóns.
Til eilífðarnóns verður sungið:
Hallelúja og heill sé foringjanum,
bókmenntapáfanum! Vér elskum vort land.
Grátið ekki, börnin mín. Ég er farinn
þangað sem verðlaun og viðurkenningar
einu gilda. Næst heyrið þið til mín og
nóttin tekur andköf.