Eftirsjá
Eftirsjáin er hafið,
með flóð og fjöru.
Lifir sjálfstæðu lífi
með eigin lífríki,
sérkennilegum fuglum
og tungumál
sem fáir hafa ráðið.
Eftirsjáin flæðir yfir
í hefndarhug og
ræðst að sálinni
af fullum þunga
og harðri seltu.
Sálin engist um
og baðar höndum, fótum
og reynir allt
hvað hún getur
að ná til sólar,
anda, sleppa.
Eftirsjáin sér að sér
um stundarsakir.
Fjarar út.
Talar við tunglið,
sem svarar engu.
með flóð og fjöru.
Lifir sjálfstæðu lífi
með eigin lífríki,
sérkennilegum fuglum
og tungumál
sem fáir hafa ráðið.
Eftirsjáin flæðir yfir
í hefndarhug og
ræðst að sálinni
af fullum þunga
og harðri seltu.
Sálin engist um
og baðar höndum, fótum
og reynir allt
hvað hún getur
að ná til sólar,
anda, sleppa.
Eftirsjáin sér að sér
um stundarsakir.
Fjarar út.
Talar við tunglið,
sem svarar engu.