

Spila póker á skýjunum,
lít niður í gegnum reykinn.
Lífið er svartir punktar
á fleygiferð, líkt og atóm.
Við erum að spila upp á
hamingju okkar á jörðu niðri,
þegar þangað er komið.
Gáfur, útlit og vini. Allt.
Hverju þorir þú að veðja?
lít niður í gegnum reykinn.
Lífið er svartir punktar
á fleygiferð, líkt og atóm.
Við erum að spila upp á
hamingju okkar á jörðu niðri,
þegar þangað er komið.
Gáfur, útlit og vini. Allt.
Hverju þorir þú að veðja?