Þjáning framtíðarinnar
Þessi veröld í dag, þessi dauða ganga,
við höldum áfram sem hlekkjaðir fangar.
Hvert lífsins barn sem fæðist hér,
ekkert þess býður nema eyðinga her.

Himinninn er fallinn, fór hann af braut,
fjandinn sjálfur, þetta er hin versta þraut.
Hið síðasta blóm ber hið síðasta fræ,
allt verður búið ef það sekkur í sæ.

Þá skal berjast, þá skal þjást.
vont verður að koma, þá þekkir þú ást.
Sýnum samstöðu, sameinumst öll,
siglum áfram og vinnum okkar völl.

-Drengurinn 1999  
Drengurinn
1980 - ...


Ljóð eftir Drenginn

Ljós var slökkt
Þjáning framtíðarinnar
Dópið drepur
Jarðarbrot