Dópið drepur
Fjandans fíknin yfir mig tók,
fékk mér í haus og síðan kók.
Keyrði ég af stað en á krakka ég ók,
hvað kom fyrir, þetta var allt djók.

Steig ég út úr skuttlu minni,
sá ég þá, þetta var hann Binni.
Blóðið rann, búkurinn varð rauður,
guð minn góður, bróðir minn er dauður.

Eitrið engum gott hefur gert,
gloprar þú niður hver þú ert.
Víman nú er orðin minn vani,
var það þess virði, ég er bróður bani.

Dreymdi mig oft um betri daga,
dásamlegt líf þar sem ekkert þyrfti að laga.
Ég reyndi og reyndi en alltaf ég hljóp,
raunin var sú, líf mitt var orðið dóp.

Er ég nú einn, fjölskyldan farin,
fölur og magur, sálin öll marin.
Þetta eina skipti, það að hafa prófað,
það var nóg, ég hef öllu sóað.

-Drengurinn 2000  
Drengurinn
1980 - ...


Ljóð eftir Drenginn

Ljós var slökkt
Þjáning framtíðarinnar
Dópið drepur
Jarðarbrot