Faðmlag ljóðsins
Ljóðið kom og faðmaði mig innilega,
stakk svo hönd sinni í sál mína
krukkaði þar til það greip
það sem ég vildi sagt hafa
og málaði með rauðum stöfum
óvarfærnislega á gulan striga,
stóð svo á stól og hrópaði og
kallaði líkt og sirkusstjóri
að hér væri að finna
stafi, orð, setnignar,
jafnvel málsgreinar,
hugsanir og sögur
sem lengi höfðu verið faldar
í djúpum helli en að
ævintýramenn hefðu fundið
og sett til sýnis.
stakk svo hönd sinni í sál mína
krukkaði þar til það greip
það sem ég vildi sagt hafa
og málaði með rauðum stöfum
óvarfærnislega á gulan striga,
stóð svo á stól og hrópaði og
kallaði líkt og sirkusstjóri
að hér væri að finna
stafi, orð, setnignar,
jafnvel málsgreinar,
hugsanir og sögur
sem lengi höfðu verið faldar
í djúpum helli en að
ævintýramenn hefðu fundið
og sett til sýnis.