

Það synti maður á eyðieyju
hún var í órafjarlægð frá öllu
nema sjónum sem
hlúði vandlega að henni
Maðurinn trampaði á eyjunni
sigri hrósandi
með tilheyrandi hoppum
og hendur sveifluðust til himins
Hann lítur í kringum sig
faðmar Pálmar-Tré
grætur af gleði
loksins næði
Horfir á gulan sandinn
blátt hafið
sjóndeildarhringurinn sveigjist
eins og alltaf.
Skýin hylja sólina
"Pálmar-Tré
þetta voru mistök
assskoti vanhugsað"
hún var í órafjarlægð frá öllu
nema sjónum sem
hlúði vandlega að henni
Maðurinn trampaði á eyjunni
sigri hrósandi
með tilheyrandi hoppum
og hendur sveifluðust til himins
Hann lítur í kringum sig
faðmar Pálmar-Tré
grætur af gleði
loksins næði
Horfir á gulan sandinn
blátt hafið
sjóndeildarhringurinn sveigjist
eins og alltaf.
Skýin hylja sólina
"Pálmar-Tré
þetta voru mistök
assskoti vanhugsað"