Það er núll í 40
Myndarlegur maður um fertugt
gengur lækjargötuna til enda og
heilsar einhverjum vegfarendum
sem hann þekkir
með brosi á vör og
lyftir hattinum,
það skín í skallann, en
lítur svo ekki við ýmsum
kunnuglegum andlitum heldur
lítur feimnislega undan og
skoðar sjálfan sig í búðargluggaröð.
"Flottur frakki."
Hann er á leið til
mömmu sinnar í kvöldmat.
Kjúklingurinn býður utan við sig;
hlakkar ekkert sérstaklega til
að vera étinn.
Að sjónvarpsfréttum loknum
labbar maðurinn inn í herbergið sitt,
sem er hliðin á foreldrasvítunni.
Það er stráklingablátt
með plakötum hér og hvar.
Það hefur ekkert breyst í mörg ár.
Hann fer í tölvuna,
skoðar internetið. Og sofnar
einn, klukkan tvö.
gengur lækjargötuna til enda og
heilsar einhverjum vegfarendum
sem hann þekkir
með brosi á vör og
lyftir hattinum,
það skín í skallann, en
lítur svo ekki við ýmsum
kunnuglegum andlitum heldur
lítur feimnislega undan og
skoðar sjálfan sig í búðargluggaröð.
"Flottur frakki."
Hann er á leið til
mömmu sinnar í kvöldmat.
Kjúklingurinn býður utan við sig;
hlakkar ekkert sérstaklega til
að vera étinn.
Að sjónvarpsfréttum loknum
labbar maðurinn inn í herbergið sitt,
sem er hliðin á foreldrasvítunni.
Það er stráklingablátt
með plakötum hér og hvar.
Það hefur ekkert breyst í mörg ár.
Hann fer í tölvuna,
skoðar internetið. Og sofnar
einn, klukkan tvö.