efnisleg einhyggja
orsök afleiðinga
gerandi örlaga
eind alls sem er

orsök framtíðarinnar
hluti af eilífðinni
alltaf og allsstaðar

afleiðing fortíðarinnar
ráfandi eftir kerfi
andlaus og óeinstakur

afleiðing orsakarinnar
fyrirfram ákvarðanlegur
frjáls en fullkomlega bundinn
 
Páll Kvaran
1985 - ...


Ljóð eftir Pál

efnisleg einhyggja
Mótmæli