Mótmæli
Frá upphafi tíma horft
á anda andleysis eiginhagsmunasemi
móður sem býður upphaf
framhalds, sjálfri selur
stelur sýn.

Ósátt við sátt allra sem
sitja fast á engu en
meta það sem allt.

Upp magnast reiðin.
Lamdir brenndir blautir menn
saklausir holdgerfingar þjófs
horfandi, hörfandi
á annan stað;
uppnuminn, uppurinn
neyðar þurftar vonar
um samkennd háða sjálfi:
gefið öðrum?

 
Páll Kvaran
1985 - ...


Ljóð eftir Pál

efnisleg einhyggja
Mótmæli