

Skýið rekst einmana með hópnum
siglir mjúklega eftir bláum himninum
sem á það til að reiðast; umbreytast
í sótsvarta jökulá og hrynja til jarðar
Skýið hnoðar sig aftur saman
vindurinn hendir því síðan
í enn eina áttina
Það lítur í kringum sig
segir ekki orð
það segir aldrei orð
siglir mjúklega eftir bláum himninum
sem á það til að reiðast; umbreytast
í sótsvarta jökulá og hrynja til jarðar
Skýið hnoðar sig aftur saman
vindurinn hendir því síðan
í enn eina áttina
Það lítur í kringum sig
segir ekki orð
það segir aldrei orð