Feiltök
Þú sargar í hjartað mitt
með myrrulausum víóluboganum.
Angistarfull tómahljóð koma
við hverja ástíðufulla stroku.
Strengirnir eru æðar
sem slá af þránni einni.
Um leið og þú hættir að spila
slitna strengirnir
og ást mín vellur út
sem dumbrauðir tónar
úr fegurstu sónötu
sem er samin til þín
í söknuði og eftirsjá.  
Anna Helga
1987 - ...


Ljóð eftir Önnu Helgu

Feiltök
Nóttin eina...