Nóttin eina...
Það sem gerðist
þessa nótt
getur enginn lýst
með orðum
né gjörðum.
Yfirnáttúrulegir kraftar undirmeðvitundarinnar
færðu okkur saman,
sameinuðu okkur
í fyrsta og síðasta skiptið.
Enginn fær að vita
hvað gerðist
nema við tvö.
Við geymum það
í hjarta okkar,
djúpt grafið
innan um mistök
og feilspor
sem við gerum í lífinu.  
Anna Helga
1987 - ...


Ljóð eftir Önnu Helgu

Feiltök
Nóttin eina...