

mitt öskur
er hvísl í stormi
en stormurinn byrjar
í lognmollu
lífið líður hjá
á tíma ljósgeisla
á leið frá sólu
til jarðar
lítilsvert en samt
svo mikilsvert
eins og andartakið
sem glitrar á öldutoppi
eins og leið snjókorns
frá skýinu
þú bráðnar á tungu
barnsins í garðinum
líf laufblaðs
hefst á leið sinni
í falli frá grein
til jarðar
ferðalagið
er það eina
sem þig í
heiminum varðar
er hvísl í stormi
en stormurinn byrjar
í lognmollu
lífið líður hjá
á tíma ljósgeisla
á leið frá sólu
til jarðar
lítilsvert en samt
svo mikilsvert
eins og andartakið
sem glitrar á öldutoppi
eins og leið snjókorns
frá skýinu
þú bráðnar á tungu
barnsins í garðinum
líf laufblaðs
hefst á leið sinni
í falli frá grein
til jarðar
ferðalagið
er það eina
sem þig í
heiminum varðar