Djúpsteiktur Fiskur og franskar.
Þar er verið að selja djúpsteiktan þorsk og franskar,sem maðurinn í söluvagninum pakkar inn í dagblöð með fréttum gærdagsins,og prentstafirnir festast í djúpsteikta fiskinum og þeim frönsku sem ég á að borða .Utan á fiskstautunum stendur og þeim frönsku er hægt að lesa”Það var murkað lífið úr konu í þessum garði þar sem hún var að borða djúpsteiktan fisk og franskar”..Flækingur með illa útlítandi barnavagn fullum af tómum bjórflöskum betlar af mér djúpsteikta fiskinn og franskar.,á meðan svertingi í bleikri skyrtu með hatt,bíður öllum sem vilja að veðja við sig í teningaspili upp á djúpsteiktan fisk og franskar.Stór Dópir manhundur gerir þarfir sínar í hanskaklæddan lófa eiganda síns og slefar í átt til mín í von um djúpsteiktan fisk og franskar.Dúfurnar kroppa í skóna mína og heimta djúpsteiktan fisk og franskar.Ég flýti mér að hliðinu út úr garðinum við hliðið inn í garðinn situr fótlaus maður og horfir í augu mín eins og að ég sem hafi skapað þennan glundroða,en augun hans breytast ekki neitt þótt ég gefi honum djúpsteiktan fiskinn og frönskunnar,því hann er blindur.Má ég biðja um soðna ýsu og kartöflu,takk fyrir.Heima á Fróni.