Ég næ
Við enda gangsins sé ég ljós
Skært, hvítt ljós

Ég hleyp til að finna hlýjuna, en kemst ekki alla leið
Því á leiðinni mæti ég öllu hatrinu, öllum kuldanum og öllum einmannaleikanum sem hefur einkennt líf mitt

Allt hatrið, allur kuldinn og allur einmannaleikinn segir mér að ég eigi ekki skilið að komast til ljóssins

Hvað get ég því gert annað en snúið við á miðri leið og reynt aftur

En næst ætla ég að hlaupa hraðar og loka eyrum og augum

Því ef ég hvorki sé né heyri þá kannski fer allt hatrið, allur kuldinn og allur einmannaleikinn burt........og þá kemst ég alla leið





 
Irma
1979 - ...


Ljóð eftir Irmu

Ég næ
Þ(m)ín sök
Skilyrðislaus ást?
Englar í hvítu
Búslóð - Bæslóð
Ósögð orð