Raunir drykkjumannsins
Hver kvartar og rífur kjaft?
Hver á í deilum við allt og alla?
Hver fær sár af kjaftshöggum og glóðaraugu?
Og kann ekki fótum sínum forráð.

Þeir sem drekka sig fulla á pöbbum.
Og þeir sem koma svo saman í heimahúsum
til að halda partý, stunda svalldrykkju.
Já, svolgra vín fram á rauðan morgun.

Horf þú ekki á vínið, með aðdáun,
hversu það í fyrstu glóir í glösunum og rennur ljúft niður.
Og lætur þér líða einsog þú eigir allan heiminn.
Það er aðeins skammgóður vermir.
Því að síðustu kemur það einsog höggormur
til að spýta eitri í hold þitt og sál.
Þá muntu fá að sjá kynlega hluti,
og munnur þinn mun mæla algjört rugl.

Og þá muntu verða ósjálfbjarga
eins og sá sem liggur úti í miðju hafi
og kann ekki að synda.
Já, eins og sá er enga björgun fær.

Og þú munt hugsa: Þetta er búið.
Ég mun drukkna í vínhafinu.

Eða er þetta vímuástand drykkjumannsins?
Og ef svo er, hvenær mun ég vakna?
Og komast inn á Vog.


 
Móse
1942 - ...
Þetta ljóð er ort undir áhrifum frá Orðskviðum Biblíunnar.


Ljóð eftir Móse

Guð minn
Raunir drykkjumannsins