

í þessum stuttu og óskýru draumum
sem flökta um þröng aflíðandi strætin
á leið sinni meðfram borgartrjánum
í hjörtum skógarins lengst inni í nóttinni
þar sem kolefnisdraugar dýrahringsins dansa
einhver ármilljón kringum lífhvolf sólar
í hverju heimilislausa tungli
sem vaknar djúpt undir sjávarganginum
og finnur sér veg í fari skýjanna, á slóð himins
sem flökta um þröng aflíðandi strætin
á leið sinni meðfram borgartrjánum
í hjörtum skógarins lengst inni í nóttinni
þar sem kolefnisdraugar dýrahringsins dansa
einhver ármilljón kringum lífhvolf sólar
í hverju heimilislausa tungli
sem vaknar djúpt undir sjávarganginum
og finnur sér veg í fari skýjanna, á slóð himins