flökkusögur
í þessum stuttu og óskýru draumum
sem flökta um þröng aflíðandi strætin
á leið sinni meðfram borgartrjánum

í hjörtum skógarins lengst inni í nóttinni
þar sem kolefnisdraugar dýrahringsins dansa
einhver ármilljón kringum lífhvolf sólar

í hverju heimilislausa tungli
sem vaknar djúpt undir sjávarganginum
og finnur sér veg í fari skýjanna, á slóð himins  
Henrik
1985 - ...


Ljóð eftir Henrik

Tilbúin fegurð
24:00
Staður
flökkusögur
jarðarför mánans
brúna viðarfiðlan
til hvítra skýja