Barnið
barnið stóð fyrst aleitt
og starði niður í götuna
barnið var klætt í
bleikan kjól með slaufu

barnið stóð enn aleitt
og starði fast niður í götuna
barnið starði á hvíta
skínandi klessu á götunni

barnið stóð ennþá aleitt
og starði fastar niður í götuna
barnið varð reitt stappaði
niður fótunum og fór að gráta

það hafði misst sunnudagsísinn sinn  
Þula
1984 - ...


Ljóð eftir Þulu

Dagur.
Týnd ljóð
Jónsmessunótt
Barnið